Hellisheiðarvirkjun nú alls 303 megavött í rafafli

Tekinn hefur verið í notkun síðasti áfangi raforkuframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun með formlegri ræsingu tveggja 45 megavatta (MW) aflvéla. Með þessari viðbót er Hellisheiðarvirkjun orðin næst aflmesta virkjun landsins, alls 303 MW rafafls. Auk þess eru framleidd þar 133 MW varmaafls, en fyrsti áfangi heitavatnsframleiðslu á Hellisheiði var tekinn í notkun fyrir tæpu ári. Gert er ráð fyrir tveimur síðari áföngum heitavatnsframleiðslu og verður ráðist í þá eftir því sem þörf krefur. Heildarafl fullbyggðrar virkjunar verður þá 303 MW rafafls og 400 MW varmaafls. Sjá nánar á vef Orkuveitu Reykjavíkur.