Gyða Mjöll ráðin til Samorku

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir hefur verið ráðin fagsviðsstjóri hjá Samorku.

Gyða er með M.Sc. í umhverfisverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet í Kaupmannahöfn þar sem sérsvið hennar voru vatns- og fráveitur.

Áður starfaði hún hjá verkfræðistofunni EFLU sem verkefnastjóri á Umhverfissviði.

Gyða Mjöll kom til starfa hjá Samorku í maí.