17. febrúar 2012 Guðrún Erla og Kristján ný í stjórn Samorku Á aðalfundi Samorku voru tveir nýir fulltrúar kjörnir í stjórn samtakanna: Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða. Þá var Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, endurkjörinn til stjórnarsetu. Öll voru þau kjörin til tveggja ára. Guðrún Erla og Kristján taka sæti Franz Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Norðurorku og Páls Pálssonar, veitustjóra Skagafjarðarveitna. Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Norðurorku, var kjörinn varamaður í stað Kristjáns Haraldssonar. Loks var Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella, endurkjörinn sem varamaður í stjórn. Stjórn Samorku skipa því, að loknum aðalfundi 2012: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Guðrún Erla Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS Orku Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, formaður Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets Varamenn: Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Norðurorku Dagur Jónsson, vatnsveitustjóri Vatnsveitu Hafnarfjarðar Guðmundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella Tryggvi Þór var kjörinn formaður til tveggja ára á aðalfundi 2011, en stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum á fyrsta fundi að loknum aðalfundi 2012.