Gengið til samninga um kaup á ljósastaurum

Lokið er við að ganga frá samningum varðandi sameiginlegt útboð á ljósastaurum fyrir veitufyrirtækin. Það var innkaupastjórahópurinn sem starfar innan Samorku sem hafði veg og vanda að verkefninu. Boðið var út á evrópska efnahagssvæðinu og bárust alls 10 tilboð frá 8 bjóðendum í jafn mörgum löndum, meðal annars frá Kína og Suður-Arabíu. Ákveðið var að ganga til samninga við Sandblástur og málmhúðun á Akureyri sem reyndist eiga hagstæðasta tilboðið þegar tekið hafði verið tillit til allra þátta. Samið er um kaup á 6.317 staurum ásamt tilheyrandi aukahltum, alls kr. 101.554.151.- Afhending fari fram á næstu þremur árum. Í innkaupastjórahópnum eru Guðmundur Björnsson Hitaveitu Suðurnesja formaður, Gylfi Guðmundsson Orkubúi Vestfjarða, Hólmgrímur Þorsteinsson og Jón Arnar Sigurjónsson Orkuveitu Reykjavíkur, Jóhann Bjarnason Rarik, Magnús Finnsson Norðurorku, Þorbergur Halldórsson Landsvirkjun og Sigurður Ágústsson Samorku. Ráðgjafi hópsins var Þór Sigurjónsson hjá Línuhönnun. Myndin sýnir hluta hópsins ásamt Jón Dan Jóhannsson og Steingrím Pétursson frá Sandblæstri og Málmhúðun. Á myndina vantar fulltrúa OR,NO og LV.