29. apríl 2016 Gagnagrunnur fyrir sérfræðinga í jarðhita Alþjóðajarðhitasambandið, IGA, hefur komið á fót sérstökum miðlægum gagnagrunni fyrir sérfræðinga í jarðhita. Gagnagrunninum var ýtt úr vör á IGC 2016 ráðstefnunni í Hörpu í gær. Gagnagrunninum, sem kallast Expert Pool, er ætlað að auðvelda fyrirtækjum eða alþjóðasamtökum að leita að sérfræðingum, starfsfólki eða ráðgjöfum í málefnum jarðhita og þannig einnig bjóða upp á starfstækifæri fyrir alla þá sem starfa í geiranum. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir slíkum vettvangi aukist hjá IGA og ætti þessi nýi gagnagrunnur að vera gott tækifæri fyrir íslenska sérþekkingu í jarðhitageiranum, sem er með þeirri bestu sem gerist í heiminum. Hægt er að skrá sig í grunninn á heimasíðu Alþjóðajarðhitasambandsins.