Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar gangsettar

Fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar voru gangsettar í hvínandi roki við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 14. febrúar. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við tilefnið að litið til framtíðar gæti vindorka orðið þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar, ásamt vatnsafli og jarðvarma. Áhugavert væri að athuga hvernig vindorka nýttist Íslendingum í samspili með vatnsorku en sveigjanleiki vatnsorkunnar gæti aukið verðmæti vindorkunnar. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.