4. mars 2014 Framúrskarandi árangur Blöndustöðvar í sjálfbærri nýtingu vatnsafls Nýleg úttekt á rekstri Blöndustöðvar Landsvirkjunar, sem unnin var samkvæmt alþjóðlegum matslykli um sjálfbærni vatnsaflsvirkjana (Hydropower Sustainability Assessment Protocol), leiddi í ljós að Blöndustöð hefur náð framúrskarandi árangri hvað varðar sjálfbæra nýtingu vatnsafls. Á mörgum sviðum þykja starfsvenjur Blöndustöðvar þær bestu sem fyrirfinnast. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.