4. mars 2015 Foreldrar og 10. bekkingar kynni sér kosti starfsnáms Samtök fyrirtækja í atvinnulífinu hvetja þessa daga foreldra og forráðamenn unglinga í 10. bekk til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskólanna. Í bréfi samtakanna til foreldra og forráðamanna er sérstaklega bent á kosti starfsnáms, sem veitir ungu fólki möguleika á að starfa sjálfstætt og afla sér góðra tekna í framtíðinni. Sjá nánar hér á vef Samtaka atvinnulífsins.