Fjölsóttur fundur um skipulag raforkugeirans

Það voru starfsmenn í orkugeiranum og áhugasamir innan raða verkfræðinga og tæknifræðinga sem sóttu samlokufund VFÍ og TFÍ um breytingar á orkumarkaði með nýjum raforkulögum. Þetta var fyrsta opna kynningin á frumvarpinu sem beðið hefur verið með nokkurri óþreyju síðustu mánuði. Ásamt því að fara yfir helstu þætti sem snúa að orkumarkaðnum fór Bjarni yfir stöðu Landsvirkjunar í þessum breytingum. Bjarna sagði að taka þurfi fullt tillit til þess að stóriðjusamningar Landsvirkjunar hafa verið gerðir í núverandi skattlausa umhverfi. Ennfremur sagði Bjarni fundarmönnum að Landsvirkjun, sem hefði verið stofnað til að virkja fyrir stóriðju, væri bara dvergur innan um risa(fyrirtæki) sem keppast um að virkja fyrir orkufreka stóriðju. Landsvirkjun ætti því í öflugri erlendri samkeppni. Bjarni telur mikilvægt að mjög skýrt verði skilgreint á hvaða markaði raforkumarkaðarins verður samkeppni og hverjum ekki. Raforkumarkaðurinn utan stóriðju væri um 10 MW ár ári sem væri lítill vöxtur í markaði sem væri að nálgast 1000 MW í heild. Aðspurður taldi Bjarni sem síðast starfaði sem forstjóri Íslenska Járnblendifélagsins ólíklegt að umtalsverður hluti raforkusölu til stóriðju fari á markað. Í máli Bjarna kom einnig fram að hinn langi líftími virkjana mælti gegn því að hafa virkjunarleyfi tímabundin (50 ár) eins og miðað er við í frumvarpinu. Guðmundur Valsson