Fjöldi fróðlegra erinda á haustfundi Landsvirkjunar

Á haustfundi Landsvirkjunar komu m.a. fram áhugaverðar upplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, eftirspurn eftir raforku frá áliðnaði, kísiliðnaði og gagnaverum, um áhrif hærra raforkuverðs, krefjandi markaðsumhverfi, sæstreng, rammaáætlun og um virkjunarkosti til athugunar á sviði vatnsafls, jarðhita og vindorku. Glærur fundarins má nálgast hér á vef Landsvirkjunar.