Fagstjóri greininga óskast

Samorka óskar eftir að ráða hagfræðing eða einstakling með aðra viðeigandi menntun, s.s. viðskiptafræði eða verkfræði, til að sinna mikilvægum og spennandi verkefnum á sviði greininga. Um er að ræða skemmtilegt starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og getu til að safna saman og greina hagtölur og ýmsar áhugaverðar upplýsingar sem varða orku- og veitustarfsemi á Íslandi og í nágrannalöndum okkar, og koma þeim til skila á mannamáli.

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Aðildarfélög Samorku eru um 50 talsins og með starfsemi um allt land. Hlutverk samtakanna er að starfrækja trúverðugan, fræðandi og jákvæðan vettvang um starfsemi orku- og veitufyrirtækja og styrkja þannig stöðu þeirra og rekstur.

Samorka er aðili að Samtökum atvinnulífsins og er staðsett í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35. Í starfinu felst tækifæri til að vinna náið með ýmsum sérfræðingum aðildarfyrirtækja Samorku auk sérfræðingaannarra samtaka í Húsi atvinnulífsins.

HELSTU VERKEFNI:
Söfnun, greining og miðlun upplýsinga sem varða orku- og veitustarfsemi, þ.m.t. umhverfis- og loftslagsmál.
Greining á áhrifum breytinga á rekstrarumhverfi orku- og veitufyrirtækja.
Skýr og greinargóð framsetning gagna og upplýsinga.
Skipulagning og umsjón með framkvæmd opinna funda um málefni orku- og veitugeirans.
Faglegur stuðningur við ýmis verkefni sem unnið er að hverju sinni.
Eftirfylgni með nýrri stefnu samtakanna.

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, viðskiptafræði eða verkfræði.
Hæfni og áhugi á að greina upplýsingar og hagstærðir sem varða orku- og veitustarfsemi hér á landi og í nágrannalöndum.
Færni í markvissri framsetningu upplýsinga jafnt skriflega, myndrænt og munnlega.
Jákvæðni og mikil samskipta- og samstarfsfærni.
Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku (pall@samorka.is), og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí. Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.