20. mars 2015 Erindi af vorfundi Jarðhitafélags Íslands Vorfundur Jarðhitafélags Íslands var haldinn þann 19. mars síðastliðinn í húsakynnum Landsvirkjunar. Fundurinn, sem var haldinn í beinu framhaldi af aðalfundi félagsins, var vel sóttur en þegar mest var voru yfir 50 manns á fundinum. Þema fundarins var: „Erindi Íslendinga á WGC 2015“. Erindi fyrirlesara má finna á heimasíðu JHFÍ.