Enn af rammaáætlun

Ummæli iðnaðarráðherra um Norðlingaölduveitu hafa kallað fram nokkrar umræður. Meðal annars hefur komið fram að um sé að ræða orkukost sem raðað hafi verið í verndarflokk skv. tillögum sérfræðinga rammaáætlunar. Það er ekki rétt og ástæða til að benda á fáein atriði í þessu sambandi:

1. Norðlingaölduveita 566-567,5 m.y.s. er einn þeirra orkukosta sem Alþingi hefur raðað í verndarflokk.
 
2. Sérfræðingar rammaáætlunar − verkefnisstjórnin − röðuðu þessum orkukosti hins vegar fyrir ofan miðju frá sjónarhorni nýtingar, eða nr. 30 af 69 kostum. Fyrrgreind niðurstaða Alþingis varðandi þennan orkukost var því ekki á grundvelli vinnu sérfræðinga rammaáætlunar, ekki fremur en gildir raunar um marga aðra kosti. Ætla mætti að honum hefði verið raðað í nýtingarflokk, e.t.v. í biðflokk, ef Alþingi hefði fylgt niðurstöðum verkefnisstjórnar.

3. Komi fram tillaga um aðra útfærslu á umræddri veituframkvæmd mun sú tillaga fara sína leið í ferli rammaáætlunar, á vegum nýrrar verkefnisstjórnar sem skipuð var í apríl sl.

4. Slík tillaga hefur þó ekki komið fram.