Eiríkur Bogason jarðsunginn á morgun

Ei­rík­ur Boga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Samorku, lést föstu­dag­inn 23. mars síðastliðinn, 71 árs að aldri. Ei­rík­ur læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, Guðbjörgu Ólafs­dótt­ur, og tvö upp­kom­in börn.

Eiríkur verður jarðsunginn fimmtudaginn 5. apríl kl. 13 frá Fossvogskirkju.

Ei­rík­ur fædd­ist í Vest­manna­eyj­um þann 24. janú­ar árið 1947. Hann lauk sveins­prófi í raf­virkj­un 1967 og síðar námi í raf­magns­tækni­fræði frá Árósa­há­skóla í Dan­mörku árið 1984.

Ei­rík­ur starfaði sem veit­u­stjóri Bæj­ar­veitna Vest­manna­eyja á ár­un­um 1985 til 1995 og leiddi þar sam­ein­ingu vatns-, hita- og raf­veitu bæj­ar­ins. Hóf hann síðan störf sem fram­kvæmda­stjóri Samorku við stofn­un sam­tak­anna og starfaði þar uns hann lét af störf­um sök­um veik­inda árið 2013.

Sam­hliða störf­um sín­um gegndi Ei­rík­ur ýms­um fé­lags- og stjórn­un­ar­stöðum og sat í nefnd­um og ráðum á sviði orku­mála og mennt­un­ar í tækni­grein­um.

Börn Ei­ríks eru þau Soffía Ei­ríks­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Virk starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóði, og Karl Ei­ríks­son, viðskipta­stjóri hjá Sam­skip­um.