Djúpborun: Tæknilegt ævintýri sem getur skipt sköpum

Að bora djúpt ofan í jarðlögin til að ná í orku er eitthvð sem unnið hefur verið að árum saman hér á landi. Með þessu væri hægt að ná í meiri orku á sömu jarðhitasvæðum og þannig nýta jarðhitaauðlindina enn betur.

En það fylgja því tæknilegar áskoranir að ætla sér að bora svona djúpt ofan í jörðina.

Í þættinum ræðir Sigurður H. Markússon, leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, um djúpborunarverkefnin hér á landi og hvernig árangur í þeim efnum getur skipt sköpum, ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur á alþjóðavísu.

Nálgast má þáttinn á hlaðvarpsveitum og á sumum þeirra sem bæði hljóð og mynd.