9. mars 2015 Dagskrá aðal- og vorfunda JHFÍ Fimmtudaginn 19. mars næstkomandi heldur Jarðhitafélag Íslands aðalfund sinn. Fundurinn hefst kl. 14:00 og er haldinn í húsakynnum Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68. Vorfundur félagsins verður haldinn í beinu framhaldi af aðalfundinum og hefst á sama stað kl. 15:00. Meginþema fundarins er „Verkefni Íslendinga á World Geothermal Congress 2015 í Ástralíu“. Sjá má dagskrá fundanna á heimasíðu JHFÍ.