Aukavél bætt við vegna Samorkuþings

Icelandair hefur bætt við flugi til og frá Akureyri vegna Samorkuþings. Fullbókað var orðið í hefðbundið áætlunarflug og því hefur verið brugðist við.

Icelandair hefur bætt við vél sem fer frá Reykjavík kl. 8.30 mánudagsmorguninn 9. maí og frá Akureyri þriðjudaginn 10. maí kl. 17.30. Dagskrá hefst kl. 10 á mánudeginum og lýkur um kl. 16 á þriðjudeginum, svo þessar tímasetningar passa mjög vel fyrir Samorkuþingsgesti.

Við hvetjum alla þá sem ætla sér að fljúga norður vegna þingsins að tryggja sér sæti sem fyrst.

Hér má skrá sig á þingið:

  Vinsamlegast hakið í allt sem við á:

  Ég mæti á Samorkuþing 2022 - 49.000 kr.
  Sýnendur hakið hér í stað efra box
  Ég mæti á netagerð fyrir nýliða og ungt fólk í geiranum á Bryggjunni - ókeypis
  Hátíðarkvöldverður - 17.900 kr.
  Hátíðarkvöldverður maka - 17.900 kr.
  Ég vil grænkeramáltíð
  Maki vill grænkeramáltíð
  Makaferð - 12.500 kr.

  Nafn maka (fyrir nafnspjald)