10. maí 2024 Auglýst eftir styrkjum til fráveituframkvæmda Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024. Þetta er í fjórða skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hlotið hefur samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Í fjárlögum vegna ársins 2024 er gert ráð fyrir að 379 m.kr. verði varið til þess að styrkja sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Nánari upplýsingar um styrkhæfar framkvæmdir og annað er að finna á heimasíðu ráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/05/08/Auglyst-eftir-umsoknum-um-styrki-til-fraveituframkvaemda/