21. apríl 2008 Ársfundur Eurelectric í Barcelona, 16.-17. júní Eurelectric, Evrópusamtök rafiðnaðarins, halda ársfund sinn í Barcelona dagana 16.-17. júní. Á fundinum verður m.a. fjallað um uppbyggingu sameiginlegs raforkumarkaðs ESB, metnaðarfull markmið framkvæmdastjórnar ESB í orku- og loftslagsmálum og um orkunýtingu í nútíð og framtíð. Dagskrá og allar nánari upplýsingar má nálgast á vef Eurelectric.