Ársfundi frestað


Í ljósi þess að hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að fresta ársfundi Samorku, sem átti að fara fram þriðjudaginn 10. mars í Hörpu. Aðildarfyrirtæki Samorku eru öll flokkuð sem samfélagslega mikilvægir innviðir sem öll önnur fyrirtæki og heimili í landinu nýta.

Auk þess verður sýningu á hreinorkufarartækjum og lausnum tengdum orkuskiptum sem halda átti samhliða ársfundinum frestað.

Tilkynnt verður um nýja dagsetningu fyrir ársfundinn og sýninguna við fyrsta tækifæri.