Alþjóðleg jarðhitaráðstefna í Hörpu 6.-7. mars

Dagana 6. og 7. mars nk. stendur klasasamstarfið Iceland Geothermal fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á sviði jarðvarma í Hörpu. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að efla þekkingu og skilning þátttakenda á sérhæfðum og fjölbreyttum þáttum jarðvarmaverkefna sem og varpa ljósi á fjölbreytta möguleika sem jarðvarminn getur leitt af sér. Sjá nánar á vefsíðu ráðstefnunnar.