Afmælisdagskrá hitaveitu á alþjóðlegri ráðstefnu, þriðjudaginn 2. september

Samorka skipuleggur sérstaka afmælisdagskrá í tilefni af 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi, á alþjóðlegu ráðstefnunni 11th International Symposium on Central Heating and Cooling í Reykjavík. Ráðstefnan stendur yfir dagana 31. ágúst til 2. september, en afmælisdagskrá verður þriðjudaginn 2. september kl. 13:20 – 15:00. Ráðstefnan fer öll fram á ensku og ráðstefnugjald er kr. 55.000, en ókeypis er inn á afmælisdagskránna og allir velkomnir.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra opnar afmælisdagskrá Samorku en síðan mun Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, fjalla um jarðhita á Íslandi; Sveinn Þórðarson sagnfræðingur mun fjalla um 100 ára sögu hitaveitunnar; Haukur Jóhannesson, fagsviðsstjóri á ÍSOR, fjallar um jarðhitaleit; og loks mun Guðmundur Ómar Friðleifsson fjalla um íslenska djúpborunarverkefnið, sem hann hefur starfað að um árabil.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna í heild má nálgast hér.

Dagskrá afmælisdagskrárinnar má nálgast hér.