Afhendingaröryggi raforku bætt á Vestfjörðum

Landsnet og Orkubú Vestfjarða hafa tekið í notkun nýtt tengivirki á Ísafirði. Þá hafa styrkingar farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok. Er þessum framkvæmdum ætlað að efla afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum, sem ekki hefur verið ásættanlegt undanfarin ár. Sjá nánar á vef Landsnets.