Aðalfundur Samorku

Aðalfundur Samorku var haldinn 15. mars s.l. í Gvendarbrunnum. Fundurinn hófst með hádegisverði að Jaðri kl. 12.00. Guðmundur Þóroddsson formaður samtakanna rakti í setningarerindi sínu breytingar á umhverfi raforkufyritækja seinustu ár m.a. umtalsverðar breytingar á eignarhaldi vegna samruna og uppkaupa. Þá ræddi hann einstök verkefni Samorku og mikilvægi sameiginlegrar raddar veitufyrirtækja. Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri flutti skýrslu um starfsemina, þar sem m.a. kom fram að starf samtakanna hefur nokkuð breyst í tímans rás, m.a. hefur heldur dregið úr beinu námskeiðahaldi um stundar sakir a.m.k. Þorkell Helgason orkumálastjóri flutti erindi um Orkustofnun í nýju umhverfi sem skapast af væntanlegum raforku- og hitaveitulögum. Þorkell kom víða við í ágætu erindi sínu og rakti þær breytingar sem gera þarf á starfsemi Orkustofnunnar mt.t. þeirra verkefna sem stofnuninni eru ætluð í nýju umhverfi orkumála. Kosið var um þrjá aðalmenn í stjórn og voru Kristján Jónsson, Rarik; Ingvar Baldursson hitaveitu Rangæginga og Franz Árnason, Norðuorku endurkjörnir til næstu tveggja ára. Einnig var kosið um einn varamann og var Hreinn Hjartarson, Orkuveitu Húsavíkur kosinn sem varamaður til tveggja ára. Ásskýrsla, fundargerð aðalfundar ásamt erindi Þorkels Helgasonar er hægt að nálgast í skjalaskápnum hér til vinstri á síðunni.