4. mars 2003 Aðalfundur Samorku 2003 Aðalfundur Samorku 2003 var haldinn í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur föstudaginn 14. mars og hófst kl 14.00 með setningu Guðmundar Þóroddsonar formanns samtakanna. Fundarstjóri var Franz Árnason. Þetta var 8. aðalfundur samtakanna. Fundurinn fjallaði að mestu leyti um hefðbundin aðalfundarmál. Gestur fundarins var Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, sem sagði frá verkefnum ráðuneytisins á sviði veitumála. Eiríkur Bogason framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar, kynnti ársreikninga ársins og fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Þær breytingar urðu á stjórn að Friðrik Sophusson tók við stjórnarformennsku af Guðmundi Þóroddssyni sem gegnt hafði formennsku síðastliðin 2 ár. Sjá nánar í fundargerð og aðalfundarskýrslu. Að kvöldi fundardags var sameiginlegur kvöldverður á Hótel Borg. Myndir frá aðalfundi