Raforkulagafrumvarp lagt fram á alþingi

Raforkulagafrumvarp kynnt á fundi RVFÍ Á aðalfundi Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands 2. maí sl. kynnti Kristín Haraldsdóttir lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu fundarmönnum frumvarp til raforkulaga. Jón Vilhjálmsson verkfræðingur sem starfað hefur við frumvarpsgerðinni til að aðstoða við svör spurninga. Í inngangi áréttaði Kristín það að frumvarpinu væri ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni. Það væri hins vegar annað verkefni að framkvæma einhverjar þær aðgerðir sem festa samkeppnina í sessi. Dreifiveitum gæti fækkað Í frumvarpinu kom fram að sama gjaldskrá raforkudreifingar skal gilda innan hvers dreifiveitusvæðis. Núverandi dreifiveitur halda réttindum sínum til dreifiveitusvæðis. En ráðherra ákveði dreifiveitusvæðin. Þó er ekki lokað fyrir það að ein dreifiveita stundi dreifingu á fleiri en einu svæði. Aðspurð taldi Kristín að heldur væri hallað að því í frumvarpinu að dreifiveitum fækki frekar en fjölgi. Orkustofnun mun þurfa að samþykkja gjaldskrár dreifingarfyrirtækja. Ennfremur eru í frumvarpinu sett mörk á arðsemi fyrirtækjanna. Aðspurð sagði Kristín að hagnaði dreifingarfyrirtækis umfram tvöfalda ávöxtun ríkisskuldabréfa myndi þurfa að skila viðskiptavinum við næstu gjaldskrárákvörðun. Nefnd er að störfum til að meta hver verðjöfnun raforkudreifingar hefur verið síðustu ár. Unnið er út frá því að heildarumfang verðjöfnunar verði svipað og verið hefur. Ekki er búið að ákveða hvort jöfnunin verður fjármögnuð með almennum sköttum eða orkuskatti. Fram kom að í drögum að endurskoðaðari tilskipum um innri raforkumarkað er þess getið að leysa megi “mjög litlar dreifiveitur” með minna en 100.000 viðskiptavini undan skyldu þess að aðgreina sölu og dreifingu. undir þetta heyra allar íslenskar dreifiveitur. Mikil stýring á flutningsfyrirtæki Í frumvarpinu eru settar fram miklar kröfur til flutningsfyrirtækisins sem einnig á að sjá um kerfisstjórn. M.a. má flutningsfyrirtækið ekki stunda neina aðra starfssemi en þá sem getið er um í frumvarpinu. Aðspurð taldi Kristín að fyrirtækinu verði óheimilt að flytja gögn um kerfi sitt og yrði jafnframt óheimilt að eiga raforkudreifingu. Hins vegar mega dreifingarfyrirtækin eiga flutningsmannvirki en verði skyldug til að leigja þau flutningsfyrirtækinu. Ennfremur mælir ekkert gegn því að flutningsfyrirtækið verði eignalaust, þ.e. eigi engin flutningsmannvirki heldur leigi þau af örðum. Slíkt er einvörðungu útfærsluatriði. Stofnuð verður kærunefnd til úrskurðar í ágreinismálum vegna eftirlits Löggildingarstofu og Orkustofnunar með flutnings- og dreifingarfyrirtækjunum. Raforkusala gefin frjáls í áföngum Miðað er við að 1.7.2002 geti viðskiptavinir með yfir 5 GWh orkukaup geti valið um raforkusala. 1.1.2004 eiga allir viðskiptavinir að geta valið af hverjum þeir kaupa raforku og 1.1.2005 fellur niður bæði heimild og skylda raforkudreifingaraðila að selja raforku. Orkusala skal framvegis gerð með skriflegum samningum. Þannig verður hægt að tryggja að kerfisstjórinn fái nægar upplýsingar til að meta hvaða álags megi vænta. Raforkuvinnsla opnuð fleirum Samkvæmt frumvarpinu flyst heimild til að veita virkjunarleyfi frá alþingi til ráðherra en ráðherra eru sett tæmandi talin skilyrði fyrir veitingu virkjunarleyfa. Þar skal m.a. tekið tillit til samanburðar á nýtingu sama landsvæðis til raforkuframleiðslu eða annarrar nýtingar. Annars hefur umfjöllun um virkjana og rannsóknaleyfi að mestu verið fellt út úr frumvarpinu en verður tekið með í endurskoðaðari auðlindalöggjöf. Í frumvarpinu eru ákvæði um að virkjunarleyfi verði veitt til 50 ára en með möguleika á framlengingu. Fram kom í svari Jóns Vilhjálmssonar við fyrirspurn að sá vandræðagangur sem núverandi skipulag raforkumála ollu hafi aukið vilja til skipulagsbreytinganna. Dæmi um vandræðaganginn taldi hann síðustu veitingar virkjanaleyfa fyrir nýja raforkuframleiðendur og það að minni rafveitur geti ekki keypt raforku beint af Landsvirkjun. Í niðurlagi erindisins áréttaði Kristín það að við reglugerðasmíð á grundvelli laganna myndu Samorka og aðrir hagsmunaaðilar verða kvaddir til. Aðrar spurningar og skoðanir fundarmanna Fram kom hjá einum fundarmanni að honum þætti kerfið sem kynnt var snyrtilegra en það sem er fyrir. En af hverju er skrefið ekki stigið til fulls og flutningur og dreifing sett í eitt fyrirtæki. Þannig má spara eftirlits- og stjórnunarkostnað. Aðspurð kvaðst Kristín ekki vita til þess að búið væri að ákveða hvernig meta eigi árangur af breytingunum. Fram kom óánægja með að ekki hafi verið leitað til erlendra ráðgjafa við útfærslu kerfisins. Viðbúið er að gerð verður hærri arðsemiskrafa til þess fjár sem bundið er í raforkuvirkjum en nú er og því hugsanlegt að raforkuverð hækki. Fram komu efasemdir hjá fundarmönnum um að ráðamenn yrðu viðbúnir þeirri niðurstöðu að raforkuverð hækki og arðsemi fyrirtækjanna líka. Guðmundur Valsson