30. september 2009 Raforkuverð til stóriðju og til almennings – Morgunverðarfundur Samorku miðvikudaginn 7. október Í nýrri skýrslu AtvinnuLífsins Skóla er fjallað um raforkuverð á Íslandi 1997 – 2008 og áhrif aukinnar raforkusölu til orkufreks iðnaðar á raforkuverð á almennum markaði. Skýrslan verður kynnt og rædd á morgunverðarfundi Samorku í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 7. október. Dagskrá 08:00 Morgunverður 08:30 Fundur hefst Jóhannes Geir Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri ALS, kynnir skýrslu Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, fjallar um málefnið. Umræður 09:30 Fundarlok Fundarstjóri: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku í síma 588 4430 eða með tölvupósti til the@samorka.is.