14. apríl 2015 Framkvæmdir hefjast við Þeistareykjavirkjun Landsvirkjun hefur undirritað samning við verktaka um byggingu stöðvarhúss Þeistareykjavirkjunar og veitna. Gert er ráð fyrir 45 MW virkjunaráfanga í fyrsta skrefi varfærinnar uppbyggingar á sjálfbærri jarðvarmavinnslu á svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að heildarkostnaður við fyrsta áfanga virkjunarinnar nemi á bilinu 20 til 24 milljörðum króna, en þegar mest verður á framkvæmdatímabilinu munu hátt í 200 starfsmenn verða við vinnu á svæðinu. Stefnt er að því að virkjunin hefji rekstur haustið 2017. Sjá nánar á vef Landsvirkjunar.