7. júní 2016 Erlendir ferðamenn jákvæðir í garð endurnýjanlegrar orkuvinnslu á Íslandi 75% ferðamanna segja vinnslu endurnýjanlegrar orku hafa haft jákvæð áhrif á upplifun sína af íslenskri náttúru og 93% segjast hafa tekið eftir orkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum í heimsókn sinni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem Gallup vann fyrir Landsvirkjun.