21 af 40 efstu virkjunarkostunum í bið eða vernd

Þingsályktunartillaga um rammaáætlun hefur verið lögð fram í ríkisstjórn. Skv. fréttatilkynningu hafa þær breytingar orðið frá drögum að tillögunni sem kynnt voru sl. sumar að sex virkjunarkostir til viðbótar hafa nú verið færðir úr nýtingarflokki í biðflokk – Holtavirkjun, Hvammsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir (1. og 2. áfangi) og Urriðafossvirkjun. Þessum virkjunarkostum raðaði verkefnisstjórn um gerð rammaáætlunar á bilinu 15-28 af 69 virkjunarkostum (ath. að nr. 55 og 60 eru alls 11 kostir, tvö svæði  flokkuð þar saman), frá sjónarhorni nýtingar, í skýrslu sinni sem skilað var í júní sl. (sjá töflu 7.2).  Alls eru því 21 af 40 efstu virkjunarkostunum, skv. endanlegri röðun verkefnisstjórnar, settir í biðflokk eða verndarflokk, skv. tillögunni. Þeir eru:

Í biðflokk, af efstu 40 kostum verkefnisstjórnar:
Holtavirkjun
Hvammsvirkjun
Austurengjar
Skrokkölduvirkjun
Innstidalur
Trölladyngja
Þverárdalur
Hágönguvirkjun, 1. áfangi
Hágönguvirkjun, 2. áfangi
Urriðafossvirkjun
Hólmsárvirkjun neðri
Hagavatnsvirkjun
Fljótshnjúksvirkjun
Hólmsárvirkjun – án miðlunar

Í verndarflokk, af efstu 40 kostum verkefnisstjórnar:
Bitra
Norðlingaölduveita
Brennisteinsfjöll
Grændalur
Tungnárlón
Bjallavirkjun
Gjástykki