23. mars 2010 10 ára afmælisþing Jarðhitafélags Íslands, miðvikudaginn 14. apríl Miðvikudaginn 14. apríl heldur Jarðhitafélag Íslands vorþing sitt á tíu ára afmæli félagsins, í Víðgelmi, Grensásvegi 9, kl. 14:30, að loknum aðalfundi félagsins. Á vorþinginu verður m.a. fjallað um regluverkið tengt jarðhitavirkjunum, skipulags-, mats- og leyfismál og mun umhverfisráðherra m.a. ávarpa þingið. Sjá nánari dagskrá á vef Jarðhitafélagsins.