14. ágúst 2015 Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins (SA), Samorka og önnur aðildarfélög SA standa sameiginlega að. Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlaunanna fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Sjá nánar hér á vef SA.