7. mars 2012 Vorfundur Jarðhitafélagsins: Ávinningur og verkefni framundan Vorfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Arion banka þriðjudaginn 17. apríl. Þar mun Daði Már Kristófersson, dósent í auðlindahagfræði við Háskóla Íslands, fjalla um þjóðhagslegan ávinning af jarðhitanýtingu. Þá munu fulltrúar HS Orku, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar fjalla um helstu framkvæmdir á döfinni. Fundurinn hefst kl. 14:00, í húsakynnum Arion banka, Borgartúni 19. Sjá nánar á vefsíðu Jarðhitafélagsins.