17. mars 2015 Vísindadagur Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar 20. mars Árlegur Vísindadagur Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verður haldinn föstudaginn 20. mars næstkomandi. Í ár hefst vísindadagurinn á sólmyrkva! Ráðstefnugestum verður boðið út á svalir á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls og boðið að rýna í gegnum til þess gerð gleraugu á sólmyrkvann áður en gengið verður til dagskrár. Þar verður boðið upp á kynningu á 14 vísindaverkefnum, sem unnin hafa verið af fyrirtækjunum tveimur eða í samstarfi við þau. Skráningar er óskað og stendur hún yfir á vef Orkuveitu Reykjavíkur.