Vindorka til umræðu í Kastljósi

Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku og Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps voru gestir Kastljóss mánudaginn 19. ágúst. Til umræðu var vindorkunýting á Íslandi, lagaumgjörð hennar, áhrif á ferðaþjónustu, skipting tekna af orkuvinnslunni og fleira.

Skjáskot úr þætti Kastljóss mánudaginn 19. ágúst.

Í máli Finns kom meðal annars fram að Búrfellslundur væri dæmi um hvernig rammaáætlun hafi ekki tekist að ná sátt um orkuverkefni eins og upphaflega var lagt upp með, hann fer í gegnum 12 ára feril, ítarlegar rannsóknir á mörgum mismunandi sviðum en samt sem áður er ekki nægileg sátt.

Finnur sagði einnig að rammaáætlun væri ekki að þjóna heildarhagsmunum þjóðarinnar, því orkuverkefni taka þar svo langan tíma að útilokað er að við náum loftslagsmarkmiðum.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér.