22. október 2025 Vegvísir ESB um stafræna væðingu og gervigreind í orkugeiranum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að undirbúa vegvísi fyrir stafræna væðingu og notkun gervigreindar í orkugeiranum eða „Strategic Roadmap for digitalisation and AI in the energy sector.“ Framkvæmdastjórnin stefnir á að birta vegvísinn á fyrsta fjórðungi næsta árs, 2026 og frestur til að skila inn umsögnum í samráðsgátt um málið rennur út 5. nóvember n.k. Markmiðið með vegvísinum er að nýta þá möguleika sem felast í stafrænni tækni, þ.á.m. gervigreind svo efla megi orkugeirann eins og segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB. Forseti framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen, hefur undirstrikað mikilvægi þess að lækka orkuverð, minnka notkun jarðefnaeldsneytis og tryggja að neytendur njóti ávinnings af orkuskiptum og stafrænni umbreytingu. Orkumálastjóri ESB, Dan Jörgensen, fékk því það verkefni að setja fram og fá samþykktan fyrrnefndan vegvísi. Hann byggir á eða mun njóta góðs af áætlunum ESB og lagasetningu á þessu og tengdum sviðum sem þegar eru fyrir hendi eða eru í bígerð, s.s. um gervigreind, orkunýtni, uppbyggingu flutningskerfis raforku, rafvæðingu og hitun og kælingu, svo fátt eitt sé nefnt. Í þessari stefnumótun á einnig að fjalla um ört vaxandi og mikla orkunotkun gagnavera og hvernig hægt sé að með sjálfbærum hætti að gera þau hluta af orkukerfinu. Allir áhugasamir sem vilja lýsa sínum sjónarmiðum eða leggja til gögn og upplýsingar, geta sent inn umsagnir í samráðsgáttina um vegvísinn til 5. nóvember n.k. Hana er að finna hér: Artificial intelligence and digitalisation for energy – a roadmap: Vegvísir ESB um stafræna væðingu og gervigreind í orkugeiranum Tilkynning framkvæmdastjórnar ESB um væntanlegan vegvísi og samráðsgátt: https://energy.ec.europa.eu/news/strategic-roadmap-digitalisation-and-ai-energy-sector-consultations-opened-2025-08-06_en: Vegvísir ESB um stafræna væðingu og gervigreind í orkugeiranum