Útskrift jarðlagnatækna

Útskriftarnemar ásamt Hólmfríði E. Guðmundsdóttur umsjónarkonu Þann 22. mars s.l. var útskrifað í fjórða sinn hópur nema í jarðlagnatækni. Að þessu sinn útskrifuðust 14 nemar og hafa þá samtals 60 manns lokið þessu námi fá upphafi. Námið fer fram hjá Menningar og fræðslusambandi alþýðu (MFA) í samstarfi við Samorku. Námið er samtals 300 kennslustundir og er fjallað um almenna þætti sem varða starfsemi veitufyrirtækja, sértæk atriði varðandi jarlangir, öryggisatriði o.fl. Að þessu sinni var í fyrsta sinn kvennmaður í útskriftsrhópnum, hún heitir Unnur L. Pálsdóttir og er starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur. Samorka óskar nýútskrifuðu jarðlagnafólki til hamingju og hlakkar til frekara samstarfs.