Tryggvi Þór Haraldsson kjörinn formaður Samorku

Á aðalfundi Samorku var Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, kjörinn formaður samtakanna. Tryggvi tekur við af Franz Árnasyni, forstjóra Norðurorku, sem gegnt hefur formennsku í Samorku undanfarin fjögur ár. Þá var Bjarni Bjarnason, sem senn tekur við starfi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, kjörinn nýr í stjórnina. Bjarni tekur sæti Hjörleifs B. Kvaran sem sagði sig úr stjórn Samorku í kjölfar starfsloka hjá Orkuveitu Reykjavíkur í ágúst sl. Stjórn Samorku verður að öðru leyti óbreytt, en hana skipa því næsta árið:

Tryggvi Þór Haraldsson, RARIK, formaður
Bjarni Bjarnason, Orkuveitu Reykjavíkur
Franz Árnason, Norðurorku
Hörður Arnarson, Landsvirkjun
Júlíus Jónsson, HS Orku
Páll Pálsson, Skagafjarðarveitum
Þórður Guðmundsson, Landsneti
 
Varamenn:
Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar
Guðmundur Davíðsson, Hitaveitu Egilsstaða og Fella
Kristján Haraldsson, Orkubúi Vestfjarða