16. ágúst 2010 Þrír Íslendingar í stjórn Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA) Í sumar fóru fram rafrænar kosningar til stjórnar Alþjóðajarðhitasambandsins (IGA). Þrír Íslendingar voru í kjöri og allir fengu þeir margfalt atkvæðavægi Íslands og náðu glæsilegu kjöri til setu í 30 manna stjórn félagsins næstu þrjú árin. Þessi niðurstaða hlýtur að endurspegla virðingu fagmanna á jarðhitasviðinu gagnvart starfi íslenskra kollega og viðleitni okkar til að stuðla að frekari útbreyðslu jarðhitanýtingar í heiminum. Sjá nánar á vef Jarðhitafélags Íslands.