Styrkir til jarðhitaleitar

Ákveðið hefur verið að ráðast í átak í jarðhitaleit og frekari nýtingu jarðhita til húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Átakinu er ætlað að styðja við
loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar, sem og markmið í orkumálum í fjármálaáætlun 2024-
2028; um tryggt orkuöryggi fyrir alla landsmenn, aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í
orkubúskap Íslands og jöfnun orkukostnaðar á landsvísu.

Átakið miðar að því að veita stuðning við verkefni sem hafa það að markmiði að hefja nýtingu
jarðhita til almennrar húshitunar, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til
húshitunar. Einkum er horft til svæða þar sem vísbendingar eru um að finna megi heitt vatn
sem nýta megi beint inn á hitaveitu eða volgt vatn í nægilegu magni sem nýta megi á miðlæga
varmadælu á svæðum þar sem innviðir fyrir veitu eru þegar til staðar.

Áhersla er lögð á að styrkja verkefni þar sem nokkur þekking á jarðhita viðkomandi svæðis er
fyrir hendi og snúa þá að því að hefja nýtingu eða frekari rannsóknum með vísan í fyrri
niðurstöður.

Umsóknafrestur er til 3. júlí 2023.  

Til ráðstöfunar eru 450 m.kr.  

Orkusjóði hefur verið falin umsjón með auglýsingu og umsýslu styrkjanna. Umsóknir skulusendar til Orkusjóðs í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: https://gattin.os.is  

Hér má finna reglur um Jarðhitaleitarstyrki