Sjóður til að styðja við rafvæðingu iðnaðarferla

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið tilraunaútboð fyrir Nýsköpunarsjóð em er sérstaklega ætlað að styðja rafvæðingu iðnaðarferla fyrir framleiðslu á vinnsluhita (IF25 Heat Auction). Umsóknarfrestur er til 19. febrúar kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET).

Alls á að úthluta einum milljarði evra til verkefna sem miða að því að rafvæða iðnaðarferla sem nota jarðefnaeldsneyti (til dæmis vegna bræðslu, þurrkun, mótun og pressun, gufuframleiðslu og fleira) eða í aðrar beinar lausnir fyrir endurnýjanlegan varma.

Þar undir falla meðal annars varmadælur, rafkatlar, viðnáms- og spanhitun, plasmalausnir auk sólar- og jarðvarmalausna. Sérstök áhersla er lögð á lausnir sem geta aukið sveigjanleika og dregið úr raforkunotkun á álagstímum. Því eru blandaðar (hybrid) lausnir einnig styrkhæfar.

  • Orkufyrirtæki geta sótt um fyrir hönd iðnaðarviðskiptavina sinna eða í samstarfi við viðskiptavini (og aðila sem bjóða upp á orkugeymslu).
  • Verkefni af öllum stærðum og úr öllum iðnaðargeirum innan Evrópska efnahagssvæðisins eru styrkhæf.
  • Útboðið byggir á samkeppnisfyrirkomulagi samkvæmt „pay-as-bid“ líkani, þar sem stuðningur er veittur í formi fastrar álagsgreiðslu á hvert tonn af losun CO₂ sem komið er í veg fyrir, í allt að fimm ár. Styrkurinn getur meðal annars staðið undir fjárfestingarkostnaði (CAPEX), undirbúnings-/þróunarkostnaði (DEVEX) og rekstrarkostnaði (OPEX).

Euerelectric hefur tekið saman myndband til að glöggva sig á styrkhæfum verkefnum. Það má sjá á LinkedIn síðu samtakanna

Allar nánari upplýsingar og umsóknir