28. júní 2013 Sigurjón Kjærnested til Samorku Samorka hefur ráðið Sigurjón Norberg Kjærnested vélaverkfræðing í starf framkvæmdastjóra veitusviðs samtakanna. Sigurjón er með M.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Sigurjón hefur m.a. starfað sem aðstoðarkennari við Háskóla Íslands og frá árinu 2011 hefur hann starfað hjá verkfræðistofunni Mannvit. Sigurjón er formaður vélaverkfræðideildar Verkfræðingafélags Íslands, 1. varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Hann hefur störf hjá Samorku í byrjun september.