3. apríl 2020 Samorkuþingi frestað um eitt ár Samorkuþingi, sem halda átti á Akureyri þann 14. og 15. maí 2020, hefur verið frestað um eitt ár. Stjórn Samorku tók ákvörðun um þetta á stjórnarfundi í vikunni í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Verið er að kanna með samstarfsaðilum á Akureyri hvaða dagsetningar henta best fyrir þingið í maí 2021. Um leið og það liggur fyrir verður ný tímasetning Samorkuþings kynnt. Starfsfólk Samorku vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg við undirbúning og skipulag viðburðarins og alveg sérstaklega þeim sem lagt hafa mikla vinnu í tillögur að erindum, sem voru hver annarri frambærilegri. Við stefnum ótrauð á glæsilegt Samorkuþing 2021!