16. desember 2002 Samkeppnishæfni Íslands Business Costs in Iceland Athyglisverð könnun KPMG. Lægstur raforkukostnaður á Íslandi KPMG hefur nýlega gert samanburðarkönnun kostnaði við rekstur fyrirtækja. Könnunin er mjög viðamikil og nær til 87 borga Evrópu, Norður-Ameríku og Japan. Fram kemur að á Íslandi eru skilyrði mjög hagstæð fyrir rekstur fyrirtækja. Samorka vill benda á niðurstöðu könnunarinnar um raforkuverð, þar sem fram kemur að hér á landi er raforkuverð lægst. Raforkuverð hér á landi hefur verið er mjög lágt í samanburði við önnur lönd. Fjölþjóðlegur samanburður eins og hér um ræðir og unnin er af hlutlausum aðilum er óyggjandi sönnun þess. Skýrslan er í heild sinni aðgengileg á heimasíðu KPMG og einnig er hægt að kaupa hana innbundna hjá KPMG. Hér fyrir neða eru tengingar á úrdrátt skýrslunnar með samantekt á heildarniðurstöðum og raforkukostnaði og tenging á heimasíðu KPMG. Frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar gefur Unnar Hermannsson hjá KPMG: uhermannsson@kpmg.com Samantekt: Samkeppnishæfni Íslands Heimasíða KPMG: KPMG