18. febrúar 2011 Samfélagshagsmunir verði settir framar markaðsöflum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fjallaði um vatnsveitur og vatnsauðlindina á aðalfundi Samorku. Hann sagði brýnt að almennar veitustofnanir ynnu með almannahagsmuni í huga en ekki gróðasjónarmið og sagði hann Íslendinga eiga að beita sér fyrir þróun í þá átt í samstarfi þjóða. Hann sagði margt gott hafa verið unnið á vegum Samorku undanfarin ár og að sem Íslendingur og þjóðfélagsþegn vildi hann sjá að fyrirtækin hefðu almannahag að leiðarljósi og að horfa yrði á þessa auðlind út frá sjónarhorni samfélagshagsmuna einvörðungu en ekki út frá sjónarhorni markaðsafla. Sjá nánar á vef innanríkisráðuneytisins.