17. maí 2018 Raforkuspár og sviðsmyndir um raforkunotkun Raforkuhópur orkuspárnefndar mun kynna vinnu við gerð raforkuspáa og sviðsmynda um raforkunotkun miðvikudaginn 23. maí kl. 08:15 – 10:00 á veitingastaðnum Nauthóli. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 08:15 – 08:45. Raforkuspá er mikilvæg forsenda fyrir framkvæmdum í raforkukerfinu og óskar orkuspárnefnd eftir ábendingum og athugasemdum við raforkuspá og sviðsmyndir um raforkunotkun sem geta nýst við frekari þróun þessarar vinnu. Fundurinn er opinn öllum. Orkuspárnefnd er samstarfsvettvangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka í orkuiðnaðinum hér á landi auk Hagstofu Íslands og Þjóðskrár. Raforkuhópur orkuspárnefndar vinnur að gerð raforkuspáa sem gefnar eru út á um fimm ára fresti auk þess sem spárnar eru endurreiknaðar árlega út frá nýjum gögnum um orkunotkun og þróun þjóðfélagsins.