Rafmagn til gagnavers á Blönduósi

Björn Brynjúlfsson framvæmdastjóri Etix Everywhere Borealis og Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ON undirrita samninginn

ON og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hafa gert með sér samning um rafmagnsviðskipti vegna uppbyggingar á gagnaverum á Blönduósi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað gagnaverið sem Orka náttúrunnar semur við og með samningnum við ON hefur fyrirtækið tryggt sér yfir 10 megavött sem eru að losna úr langtímasamningum.

Fremst eru Björn Brynjúlfsson og Berglind Rán Ólafsdóttir. Aftari röð f.v. Elín Smáradóttir, Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Antoine Gaury, Þrándur Sigurjón Ólafsson og Jakob Sigurður Friðriksson

Etix Everywhere Borealis hefur rekið gagnaver hér á landi um hríð og vex hratt, en það er í blandaðri eigu íslenskra og erlendra aðila. Fyrirtækið opnaði nýlega gagnaver við Blönduós og er frekari uppbygging fyrirhuguð þar og á Reykjanesi. Í kjölfar aðkomu alþjóðlega gagnaversins Etix Everywhere að Borealis hefur uppbygging aukist til muna.

Eitt af samkeppnisforskotum gagnavera á Íslandi eru endurnýjanlegir orkugjafar á borð við jarðvarma og kalt veðurfar sem hentar vel til kælingar. Erlendir viðskiptavinir horfa í auknum mæli á þessa þætti.

Gagnaver Etix Everywhere Borealis á Blönduósi