10. september 2025 Óskað eftir endurgjöf um stefnumótun um húshitun og kælingu Framkvæmdastjórn ESB óskar nú eftir endurgjöf almennings- og hagsmunaðila um stefnumótun í hitun og kælingu eða „Heating and Cooling Strategy.“ Hluti af stefnunni er fyrirhuguð aðgerðaáætlun framkvæmdastjórnarinnar um eflingu jarðvarma innan ESB – „Geothermal Action Plan.“ Framkvæmdastjórnin hefur lagt áherslu á að efla samþættingu orkukerfa til að hrinda orkuskiptum í framkvæmd og auka orkunýtni. Evrópsk hagsmunasamtök og fleiri hafa fagnað aðgerðaáætluninni um jarðvarma sem samin er í framhaldi af niðurstöðu ráðherraráðs ESB og samþykkt Evrópuþingsins. Íslensk fyrirtæki eru í fremstu röð á heimsvísu í nýtingu jarðvarma til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Samorka fylgist einnig grannt með þessu máli ásamt íslenskum stjórnvöldum. Almenn samráðsgátt ESB um stefnumótunina, þ.á.m. jarðvarmaáætlunina, er opin til 20. nóvember n.k. Hún er kjörið tækifæri til að koma á framfæri ábendingum og upplýsingum sem haft gætu áhrif á stefnu ESB á vinnslustigi svo meiri líkur séu á að hún sé íslenskum orkufyrirtækjum til hagsbóta og efli nýtingu þessarar endurnýjanlegu orku í Evrópu. Sjá hér að neðan hlekk á samráðsgáttina: https://ec.europa.eu/info/law/better-regulation/have-your-say/initiatives/14818-Energy-Heating-and-Cooling-Strategy_en