5. júní 2006 Öruggt drykkjarvatn – góð mæting á ráðstefnuna Haldin var áhugaverð ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík 8. – 9. júní nk. Efni hennar var öruggt drykkjarvatn og hvernig á að tryggja það. Fjallað var um hættur sem steðja að drykkjarvatni, hvernig á að koma í veg fyrir mengun og viðbragðsáætlanir ef drykkjarvatn mengast. Það er Samorka – samtök vatnsveitna á Íslandi stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við systrasamtökin á Norðurlöndum. Að tryggja öruggt drykkjarvatn fyrir íbúana er eitt af mikilvægustu verkefnum sveitarfélaga. Á Íslandi, Noregi og Svíþjóð er drykkjarvatn skilgreint sem matvæli og vatnsveitur sem matvælafyrirtæki. Þessi skilgreining undirstrikar mikilvægi þessa verkefnis. Á ráðstefnunni voru fluttir 28 fyrirlestrar. Gestafyrirlesari var Hiroko Takasawa frá Evrópuskrifstofu Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Róm. Hún fjallaði um hvernig Sameinuðu þjóðirnar eru að vinna að því að uppfylla þúsaldarmarkmiðin í vatnsmálum. Þátttaka var mikil 220 manns. Fundarbók með erindum og glærum er fáanleg á Samorku.