26. apríl 2011 Opnun ljósaperuútboðs Samorku Þriðjudaginn 19. apríl s.l. voru opnuð tilboð í sameiginleg innkaup dreifiveitna á ljósaperum. Alls bárust átta verðtilboð frá sex bjóðendum. Fyrst og fremst er hér um að ræða götuljósaperur, en einnig aðrar perugerðir sem veiturnar nota í sínum rekstri , alls um 21700 stk. á ári í þrjú ár. Verðtilboð voru á bilinu 18,9 til 33,2 Mkr. Lægsta tilboð átti Jóhann Ólafsson & Co, umboðsaðili fyrir OSRAM perur.